Rannsóknarnefnd flugslysa hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að vettvangsrannsókn á orsökum þess að TF SIF, ein þyrla Landhelgisgæslunnar, brotlenti í sjónum við Straumsvík á tíunda tímanum í gærkvöldi sé þegar hafin. Ekkert sé hins vegar enn hægt að segja um orsakir slyssins.
Þá kemur þar fram að flugriti þyrlunnar verði sendur til Bretlands þar sem gögn hans verði lesin.