Fyrsta gullið í höfn

Sigursteinn Sumarliðason á Kolbeini frá Þóroddstöðum fékk fyrsta gull Íslands.
Sigursteinn Sumarliðason á Kolbeini frá Þóroddstöðum fékk fyrsta gull Íslands. mbl.is/Eyþór
Eftir Eyþór Árnason í Hollandi
Sigursteinn Sumarliðason á Kolbeini frá Þóroddsstöðum vann í gærkvöldi fyrsta gullið sem Íslendingar fá á heimsmeistaramótinu í Hollandi. Sigursteinn renndi sér af miklu öryggi báða sprettina og fór þann seinni á mjög góðum tíma. Þessi góði tími skilaði honum sigrinum þar sem hann og Sigurður Marínusson voru jafnir með 8,25 í einkunn eftir báðar umferðirnar en þá gildir hvor hafi verið með betri tíma.

Þriðji var Magnús Skúlason á Hraunari frá Efri-Rauðalæk en Magnús keppir fyrir Svíþjóð. Gaman að sjá þrjá Íslendinga í efstu þremur sætunum.

Gullhryssur
Yfirlitsýning hryssna fór fram um morguninn og náðu þar tvö íslensk hross að vera efst í sínum flokki.

Í flokki 5 vetra hryssna varð Finna frá Feti efst en þurfti að deila efsta sætinu með Hríslu frá Skåneylandi sem var fyrir Svíþjóð. Hrísla og Finna fengu 8,20 í aðaleinkunn. Ævar Örn Guðjónsson sýndi Finnu og Johan Häggberg sýndi Hríslu.

Broka vom Wiesenhof sem kemur frá Þýskaland fékk hæstu einkunn í flokki 6 vetra hryssna. Broka fékk 8,32 í aðaleinkunn en hún var sýnd af Jolly Schrenk.

Í flokki 7 vetra hryssna var hin íslenska Urður frá Gunnarsholti efst. Urður fékk 8,54 í aðaleinkunn. Sýnandi var Þórður Þorgeirsson.

Efstu 10 í gæðingaskeiði:

1. Sigursteinn Sumarliðason [IS] – Kolbeinn frá Þóroddsstöðum 8,25

2. Sigurður Marínusson [NL] –

Eilimi vom Lindenhof 8,25

3. Guðmundur Einarsson [SE] – Sproti frá Sjávarborg 8,21

4. Höskuldur Aðalsteinsson [AT] – Ketill frá Glæsibæ II 7,79

5. Christian Indermaur [CH] – Brynjar frá Árgerði 7,67

6. Emelie Romland [YR] [SE] – Mjölnir frá Dalbæ 7,54

7. Anna Skúlason [WC] [SE] – Lúta frá Dalbæ 7,25

8. Styrmir Árnason [WC] [IS] – Hrani vom Schloßberg 7,13

9. Jaap Groven [NL] – Gimsteinn frá Skáney 6,92

10. Nadine Hahn [YR] [DE] – Ophelia von Stirpe 6,88

Efstu 10 eftir forkeppni í fimmgangi:

1. Þórarinn Eymundsson [IS] – Kraftur frá Bringu 7,57

2. Frauke Schenzel [DE] – Næpa vom Kronshof 7,13

3. Anna Valdimarsdóttir [IS] – Fönix vom Klosterbach 7,03

4. Piet Hoyos [AT] – Kvistur frá Ólafsvöllum 7,00

5. Rúna Einarsdóttir Zingsheim [IS] – Freyr vom Nordsternhof 6,93

6. Camilla Mood Havig [NO] – Herjann fra Lian 6,77

7. Jaap Groven [NL] – Gimsteinn frá Skáney 6,73

8. Nicola Bergman-Kankaala [FI] – Bruni frá Súluholti 6,53

9. Rasmus Møller Jensen [DK] – Himna frá Austvaðsholti 1 6,50

9. Christina Lund [NO] – Hrollur frá Árdal 6,50

9. Johan Häggberg [SE] – Oddur frá Mörtö 6,50

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert