Garrí Kasparov: Íslendingar heppnir að eiga enga olíu

Garrí Kasparov segir að Íslendingar séu heppnir að eiga enga olíu, því að henni fylgi óáran og ófriður. Kasparov er kunnastur fyrir taflmennsku sína, en nú er hann hættur að tefla og einbeitir sér að pólitískri baráttu í Rússlandi.

Hann dvelur hér á landi í fríi um helgina ásamt konu sinni, Daríu. Í Morgunblaðinu á morgun birtist ítarlegt viðtal Kristjáns Jónssonar blaðamanns við Kasparov.

Kasparov er harðorður í garð ríkisstjórnar Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, sem hann segir ekki stefna að öðru en sölsa undir sig auð og völd. Þróun lýðræðis í Rússlandi hafi aldrei náð á sama stig og það sé á vesturlöndum. Grunnur slíks lýðræðis sé fyrir hendi, en í stjórnartíð Pútíns hafi þróunin snúist við, og nú ríki allt annað en lýðræði í Rússlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka