Lúðvík: Gleðst yfir að barnsfaðernismálinu fer að ljúka

Lúðvík Gizur­ar­son seg­ir í til­kynn­ingu, sem hann hef­ur sent til fjöl­miðla, að niðurstaðan sem hann fékk í dag úr mannerfðafræðilegri rann­sókn og sýn­ir að 99,9% lík­ur eru á að Her­mann Jónas­son hafi verið faðir hans, hafi ekki komið á óvart. Seg­ist Lúðvík gleðjast yfir því að að barns­faðern­is­mál­inu sem hann höfðaði fyr­ir rétt­um þrem­ur árum, fari nú að ljúka.

Yf­ir­lýs­ing Lúðvíks er eft­ir­far­andi:

    Í dag fékk ég í hend­ur niður­stöðu mannerfðafræðilegr­ar rann­sókn­ar á líf­sýn­um úr móður minni, Her­manni Jónas­syni og blóðsýni úr mér. Sam­kvæmt niður­stöðunni eru 99,9% lík­ur á því að Her­mann Jónas­son hafi verið faðir minn. Eft­ir þess­ari niður­stöðu hef ég beðið lengi en leiðin að henni hef­ur verið bæði tor­sótt og grýtt.

    Niðurstaðan kom mér hins veg­ar ekki á óvart. Hún var staðfest­ing þess sem móðir mín sagði mér alla tíð um faðerni mitt, al­veg frá því að ég man fyrst eft­ir mér.

    Sam­kvæmt 1. gr. barna­laga á barn rétt á að þekkja báða for­eldra sína. Ákvæðið bygg­ir á samn­ingi Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi barns­ins. Ég hef frá því að ég hóf þenn­an mála­rekst­ur litið svo á að það væru mann­rétt­indi mín og barna minna að vita sann­leik­ann um faðerni mitt, jafn­vel þótt ég hafi kosið að hefjast ekki handa í þeirri leit fyrr en á gam­als aldri. Enda eru eng­ir máls­höfðun­ar­frest­ir í mál­um af þessu tagi í barna­lög­um.

    Ég gleðst yfir því að barns­faðern­is­mál­inu sem ég höfðaði fyr­ir rétt­um þrem­ur árum, til að fá það dæmt að Her­mann Jónas­son væri faðir minn, fer nú að ljúka. Ég er óend­an­lega þakk­lát­ur öll­um þeim sem hafa stutt mig í þess­um mála­rekstri.

    Reykja­vík, 28. ág­úst 2007
    Lúðvík Gizur­ar­son hrl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert