Karlar til ábyrgðar er verkefni tveggja sálfræðinga sem rekið er af félagsmálaráðuneytinu. Verkefnið hófst upphaflega árið 1998 og var hrint aftur af stað á síðasta ári. Verkefnið er eina sérhæfða meðferðarúrræðið sem boðið er upp á og hafa um 100 karlar nýtt sér þjónustuna frá árinu 1998.
Í dag var haldin ráðstefna um karla og ofbeldi í nánum samböndum, en norski sálfræðingurinn Marius Råkil kynnti þar m.a. verkefnið Alternative to violence, Karlar til ábyrgðar byggir á, og hefur verið rekið með góðum árangri undanfarin tuttugu ár.