Fjárlaganefnd Alþingis fundaði í morgun um framkvæmd fjárlaga fyrir fyrstu sex mánuði ársins. „Við fórum líka yfir Grímseyjarferjumálið og stefndum að því að afgreiða það með skýrslu frá fjárlaganefndinni en minnihlutinn óskaði eftir að farið yrði enn frekar yfir málið og verður það gert á morgun,” sagði Gunnar Svavarsson formaður nefndarinnar.
Að sögn Gunnars kom einnig fram að af 430 fjárlagaliðum á fyrri helmingi ársins fóru 140 yfir 4% viðmiðunarmörk og er verið að óska eftir skýringum á því.
Gunnar sagði að það væri léttur ágreiningur milli stjórnar og stjórnarandstöðu um lokaskýrslu fjárlaganefndarinnar. „Ég horfi til þess að við náum að jafna þann ágreining á morgun,” sagði Gunnar.
Ef það tekst ekki sagði „þá skila menn bara sínu séráliti,” sagði Gunnar.