Rafmagn komið aftur á á Húsavík

Mikil slydduhríð hefur verið á Húsavík í dag, en veðrið …
Mikil slydduhríð hefur verið á Húsavík í dag, en veðrið er þó farið heldur að lagast. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Rafmagn er aftur komið á á Húsavík, en þar hefur verið rafmagnslaust síðan um kl. 9:30 í morgun. Að sögn Orkuveitu Húsavíkur hefur verið unnið að því að draga ísingu af Húsavíkurlínunni, sem liggur frá Laxárvirkjun að aðveitustöð í Húsavík, en björgunarsveitin Garðar aðstoðaði við hreinsunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert