Nafni Blaðsins breytt í 24 stundir

Nafni Blaðsins verður breytt í 24 stund­ir á morg­un. Seg­ir í til­kynn­ingu frá Árvakri, að þetta sé hluti af sókn á dag­blaðamarkaði sem hófst í sum­ar og verði nú fram haldið und­ir nýju nafni og með því að gera efni blaðsins enn aðgengi­legra og skemmti­legra, ekki síst fyr­ir yngri les­end­ur.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir, að meðal þeirra breyt­inga sem les­end­ur verði var­ir við á næst­unni, sé að helgar­blað 24 stunda verði eflt til muna. 24 stund­um verður dreift á heim­ili um allt land í 105 þúsund ein­tök­um dag­lega.

„Nafnið 24 stund­ir und­ir­strik­ar ásetn­ing Árvak­urs hf. um að skapa blaðinu sér­stöðu á markaðnum. Nafnið 24 stund­ir er frétta­legt og nú­tíma­legt. Það vís­ar til þess að 24 stund­ir eru ætíð á vakt­inni – all­an sól­ar­hring­inn. Blaðið vakt­ar hags­muni neyt­enda, not­enda al­mannaþjón­ustu og skatt­greiðenda og fylg­ist með menn­ing­ar- og skemmtana­líf­inu. 24 stund­ir munu skera sig ræki­lega frá keppi­naut­un­um.

Um miðjan októ­ber hefst út­gáfa á 64 síðna helgar­blaði þar sem áhersla verður lögð á vandaða um­fjöll­un um inn­lend og er­lend mál­efni, fróðleik og góða helgarafþrey­ingu. Þetta verður öfl­ugt helgar­blað, upp­fullt af gagn­leg­um upp­lýs­ing­um, skemmti­leg­um viðtöl­um, frétt­um og skemmti­efni. Áhersla verður áfram á áhuga­verð viðtöl, stór mál verða kruf­in til mergjar, mynda­al­búm þekkta fólks­ins skoðuð, auk þess sem boðið verður upp á annað fjöl­breytt efni fyr­ir alla ald­urs­hópa.

24 stund­ir ætla sér að verða fyr­ir­ferðamikl­ar á blaðamarkaði og verða kynnt­ar með blaðaaug­lýs­ing­um, sjón­varps- og út­varps­aug­lýs­ing­um, aug­lýs­ing­um á stræt­is­vögn­um og á net­inu. Um er að ræða ein­hverja um­fangs­mestu kynn­ingu sem ís­lenskt blað hef­ur ráðist í," seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert