Amerísk spæta goggar í íslensku birkitrén: Sjaldséð tegund á Selfossi

Safaspæta
Safaspæta Jóhann Óli Hilmarsson

Safaspæta sást á Selfossi á dögunum. Þetta er amerísk fuglategund sem heldur sig mestmegnis í Kanada, en ferðast einnig suður á bóginn, meðal annars til Kúbu. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur fugl finnst lifandi hérlendis og í fjórða sinn sem hann finnst í Evrópu. Þó er vitað til þess að safaspæta hafi komið hingað áður, enda fannst ein slík dauð við bæinn Fagurhólsmýri í Öræfum í júní árið 1961. Fuglafræðingar telja fundinn því mjög merkilegan.

Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur á Stokkseyri segir þetta líklega flæking sem borist hafi hingað með kröftugri haustlægð. Spætan nærist á því að gogga holur í trjástofna og sjúga kvoðuna úr þeim, ólíkt öðrum spætutegundum sem lifa á skordýrum. Af því dregur hún nafn sitt vestanhafs: "Yellow bellied zap-sucker". Safaspætan á Selfossi er tiltölulega ung en fullorðnir fuglar hafa rauðan fjaðraskúf á kollinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert