„Þeir hagnast á glæpastarfsemi"

Snæbjörn Steingrímsson
Snæbjörn Steingrímsson

„Þeir sem reka síðuna eru klárlega að hagnast á glæpastarfsemi," segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís, um eigendur vefsíðunnar Torrent.is. „Málið er á borðinu hjá lögreglunni. Það er bara spurning hvenær það verður tekið fyrir."

Torrent.is er vefsíða sem gerir notendum Bittorrent-tækninnar kleift að skiptast á tónlist, kvikmyndum og tölvuleikjum án endurgjalds. Fyrirtækið Istorrent ehf. hefur verið stofnað í kringum rekstur vefsíðunnar Torrent.is og eiga notendur nú kost á að greiða fyrir greiðari aðgang að efninu.

Snæbjörn segist vona að ríkislögreglustjóri sýni Smáís skilning, en í október í fyrra skoruðu samtökin á eigendur Torrent.is að loka síðunni. „Það er út í hött að þetta fái að viðgangast," segir hann. „Nú er hægt að sýna fram á að menn hagnast á síðunni. Þeir eru komnir með beinan fjárhagslegan hagnað af því sem við viljum meina að sé glæpastarfsemi." Svavar Lúthersson, framkvæmdastjóri Istorrent ehf., vísar því á bug að fyrirtækið hagnist á ólöglegu efni. „Mér finnst hart af honum að kalla okkur glæpamenn," segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka