Vélhjólamaður lést eftir útafakstur

Frá vettvangi slyssins
Frá vettvangi slyssins mbl.is/Júlíus

Vélhjólamaðurinn sem ók útaf á Krísuvíkurvegi við Bláfjallaafleggjarann á fjórða tímanum í dag var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna á slysadeild. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu missti hann stjórn á hjólinu og ók út í hraunið. Verið er að rannsaka tildrög slyssins en lögreglan hefur tekið skýrslur af nokkrum vitnum. Hinn látni var 32 ára karlmaður og búsettur í Reykjavík.

Lögreglan rannsakar nú sem fyrr segir tildrög slyssins en að svo stöddu er ekki vitað hvort ökumaður hafi ekið á ólöglegum hraða eða hvort aðrar ástæður liggi að baki þessu banaslysi.

Að sögn lögreglu var töluverð umferð vörubifreiða á svæðinu því þarna eru nokkrar malarnámur og nokkur vitni hafa verið yfirheyrð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert