Fyrir skömmu varð alvarleg bilun á aðalæð fyrir heitt vatn austan við Reykjanesbraut gegnt Smáralind í Kópavogi. Lögreglumenn vakta svæðið og viðgerðarflokkar frá Orkuveitu Reykjavíkur eru komnir á staðinn. Loka þarf fyrir vatnsrennsli um æðina og má búast við að stór hluti Kópavogs, a.m.k. öll hverfi við og austan við Smáralind verði heitavatnslaus þar til viðgerð er lokið.
Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur er engan veginn er hægt að segja hvenær það verður.