Fjármálaráðherra: áhrif fjármagnstekna meiri á höfuðborgarsvæðinu

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra mbl.is/Árni Sæberg

Árni M. Mat­hiesen, fjár­málaráðherra, gerði fjár­magn­s­tekju­skatt að umræðuefni í ræðu sinni á fjár­málaráðstefnu sveit­ar­fé­lag­anna í morg­un. Að sögn Árna er ljóst al­mennt séð að fjár­magn­s­tekj­ur hefðu já­kvæðari áhrif á fjár­hag sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu en þeirra sem eru á lands­byggðinni.

„Varðandi fjár­magn­s­tekj­urn­ar þá fer hluti þeirra af heild­ar­tekj­um vax­andi hjá stór­um hluta fram­telj­enda. Þannig er hann yfir 5% af tekj­um hjóna með miðtekj­ur og yfir. Ef og þegar vel geng­ur má reikna með því að hlut­ur fjár­magn­stekna allr­ar þjóðar­inn­ar fari vax­andi miðað við launa­tekj­ur.

Í umræðunni hef­ur verið gripið á lofti að nokk­ur fjöldi fram­telj­enda tel­ur ekki fram aðrar tekj­ur en fjár­magn­s­tekj­ur. Á ár­inu 2006 var þarna um að ræða 2.381 ein­hleyp­ing og 150 hjón.

Ef við skoðum ein­hleyp­ing­ana fyrst þá voru rúm­lega 2.100 aðilar af þeim hópi eða tæp­lega 90% með minna en 50 þúsund krón­ur á ár­inu í fjár­magn­s­tekj­ur og 95% af þeim hópi var und­ir einni millj­ón í tekj­ur á ár­inu. Hér er því að mestu um að ræða tekju­lausa ung­linga og náms­menn. Að teknu til­liti til per­sónu­afslátt­ar var inn­an við 5%, eða 128 ein­stak­ling­ar sem aðeins höfðu fjár­magn­s­tekj­ur á ár­inu 2006 sem voru um­fram skatt­leys­is­mörk.

Af 150 hjón­um voru 57% með minna en 100 þúsund krón­ur í fjár­magn­s­tekj­ur og 61% voru með minna ein eina millj­ón í fjár­magn­s­tekj­ur á ár­inu. Að teknu til­liti til per­sónu­afslátt­ar voru 54 hjón á ár­inu 2006 sem aðeins höfðu fjár­magn­s­tekj­ur sem voru um­fram skatt­leys­is­mörk.

Að sönnu eru í þess­um hópi nokk­ur hjón og ein­stak­ling­ar sem hafa af­komu sína af fjár­magnseign. Ef þess­ir ein­stak­ling­ar hafa ekki ann­an starfa en að sýsla með eign­ir sín­ar ber þeim að telja sér at­vinnu­tekj­ur og greiða af þeim tekju­skatt og út­svar. Það skal tekið fram að þrátt fyr­ir að fjár­magn­s­tekj­ur hafi vaxið veru­lega á und­an­förn­um árum hef­ur ekki fjölgað til­tak­an­lega í hópi þeirra sem telja ein­ung­is fram fjár­magn­s­tekj­ur. Til marks um þetta má nefna að álíka marg­ir fram­telj­end­ur nota ein­hvern hluta per­sónu­afslátt­ar til að greiða fjár­magn­s­tekju­skatt nú og um alda­mót­in. Fram­kvæmd og eft­ir­lit með reiknuðu end­ur­gjaldi kann þó að þurfa að breyt­ast verði breyt­ing­ar hér á.

Annað atriði sem komið hef­ur til umræðu er að sveit­ar­fé­lög­in ættu að fá til sín hluta af fjár­magn­s­tekju­skatt­in­um. Skatta­sér­fræðing­arn­ir segja að vísu að þótt fjár­magnið sér hreyf­an­legt þá sé hagnaður, og hann er und­ir­staða fjár­magn­stekn­anna, ennþá hreyf­an­legri. Að baki kröf­um um hlut sveit­ar­fé­lag­anna um hlut­deild í þess­um skatt­stofni hlýt­ur að vera sú hugs­un að þær hafi ein­hver tengsl við viðkom­andi landsvæði eða að eig­anda fjár­magns­ins beri að greiða til bú­setu­sveit­ar­fé­lags­ins hluta af þess­um tekj­um. Í þess­ari umræðu er fróðlegt að skoða hvernig fjár­magn­s­tekju­skatt­ur­inn skipt­ist á íbúa eft­ir sveit­ar­fé­lög­um. Al­mennt séð er ljóst að fjár­magn­s­tekj­ur hefðu já­kvæðari áhrif á fjár­hag sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu en þeirra sem eru á lands­byggðinni.

Fjár­magn­s­tekju­skatt­ur á mann sveifl­ast mjög milli ára eft­ir landsvæðum og því er þessi dreif­ing skoðuð sem meðaltal þriggja ára, frá 2004 til 2006. Að meðaltali nam fjár­magn­s­tekju­skatt­ur ein­stak­linga 38.000 kr á íbúa á þessu tíma­bili. Þar sem hann er hæst­ur er hann yfir 200 þúsund á mann en þar sem hann er lægst­ur rétt nær hann yfir 2.000 kr.

Á sama hátt sveifl­ast upp­hæðin milli ára veru­lega inn­an sama sveit­ar­fé­lags og eru dæmi um að tekj­ur á hvern íbúa vegna fjár­magn­stekna séu rúm­lega hundraðfalt hærri eitt árið en það næsta. Ég fæ ekki séð hvaða rök­semda­færsla gæti verið að baki því að sveit­ar­fé­lög eigi að hafa hlut­deild í skatt­stofni sem gef­ur hæsta sveit­ar­fé­lag­inu ekki tíu sinn­um held­ur hundrað sinn­um meiri tekj­ur á íbúa en lægsta sveit­ar­fé­lag­inu auk þess að búa við skatt­stofn sem sveifl­ast svo gríðarlega mikið frá einu ári til ann­ars. Er þá ekki betra að ráðstafa tekj­um í Jöfn­un­ar­sjóðinn, eins og við ger­um í dag, og skipta fram­lagi úr hon­um eft­ir regl­um sem taka mið af þörf­inni," sagði Árni á ráðstefnu Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka