Forseti Íslands sendi Finnum samúðarkveðjur

Víða hafa verið haldnar bænastundir í Finnlandi í kjölfar atburðanna …
Víða hafa verið haldnar bænastundir í Finnlandi í kjölfar atburðanna í Tusby í dag. AP

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í kvöld Tarja Halonen forseta Finnlands samúðarkveðju frá íslensku þjóðinni vegna atburðanna sem urðu í bænum Tusby norður af Helsinki í dag.

Samúðarkveðjan er eftirfarandi:

    Ég votta þér og finnsku þjóðinni innilega samúð Íslendinga vegna hinna hörmulegu atburða í Tuusula fyrr í dag. Hugur okkar er með fjölskyldum hinna látnu, vinum þeirra og félögum. Við vonum að samúð og stuðningur fólks um veröld víða muni milda mikla sorg á erfiðum tímum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert