Áróðursbragð til andlitslyftingar eða raunveruleg stefnubreyting?

Steingrímur segir stefnubreytinguna litlu máli skipta næstu árin.
Steingrímur segir stefnubreytinguna litlu máli skipta næstu árin. mbl.is/RAX

„Ég vil nú fá að sjá hvað er þarna á ferðinni og hvaða hugur fylgir máli og mér er til efs að þetta breyti nokkru, alla veganna litlu um það sem hvort eð er var framundan næstu árin,” sagði Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna er hann var inntur eftir sínu áliti á stefnubreytingu Landsvirkjunar.

Steingrímur sagði að í tilkynningu Landsvirkjunar væri öllu haldið opnu varðandi aukna framleiðslu í Straumsvík og Grundartanga og að þetta breyti engu um áformin um álver á Húsavík.

„Landsvirkjun var hvort eð er ekki samningsbundin inn í fyrsta áfanga álversins í Helguvík, þannig að það er nú ekki víst að þetta hafi nein teljandi áhrif á næstu árin,” sagði Steingrímur í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

„Ef hugur fylgir máli og um raunverulega stefnubreytingu er að ræða fögnum við því að sjálfsögðu en maður spyr sig hvort þetta sé raunveruleg stefnubreyting eða áróðursbragð til að verða sér út um svolitla andlitslyftingu,” sagði Steingrímur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka