Kristinn Benediktsson
Málefni Hitaveitu Suðurnesja urðu strax í brennidepli á þrítugasta aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var í hátíðar sal Keilis á Keflavíkurflugvelli. Hannes Friðriksson íbúi í Reykjanesbæ afhenti Steinþóri Jónssyni, stjórnarformanni SSS, undarskriftalista með undirskriftum tæplega 5200 kjósenda á Suðurnesjum sem mótmæla því að Hitaveita Suðurnesja komist í hendur á einkaaðilum.
Þetta mun vera rúmlega 51% kjósenda ef miðað er við tölur úr síðustu sveitastjórnarkosningar, eða einfaldur meirihluti kjósenda.
Á skjalinu stóð:
Við undirritaður kjósendur á Suðurnesjum skorum á alla sveitastjórnarmenn á Reykjanesi að leita allra leiða til að tryggja að orkuöflun og sala á vatni og rafmagni verði ekki fært í hendur einkaaðila og að tryggt verði að orkuöflun, sala og dreifingu á rafmagni verði til frambúðar verkefni Hitaveitu Suðurnesja og að HS verði í meirihluta eign sveitafélaganna.