Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir á heimasíðu Samfylkingarinnar, að hann telji að Landsvirkjun eigi að endurskoða virkjunaráform sín og koma með nýjar tillögur, sem fólkið á Þjórsárbökkum og landsmenn allir geti rætt í rólegheitum.
„Ég minni á að fyrir nokkrum árum töluðu Landsvirkjunarmenn um miklu umfangsminni rennslisvirkjanir á þessum stöðum í ánni. Það er þess virði að skoða aftur," segir Björgvin m.a. á heimasíðunni. „Vissulega fengist minni orka úr rennslisvirkjunum en um leið þyrfti minni fórnir að færa og líkur ykjust á meiri sátt um málið. Það er til dæmis ekkert lögmál að um sé að ræða þrjár virkjanir einsog nú er lagt upp með. Ég kalla eftir ábyrgum viðbrögðum Landsvirkjunar í stað útúrsnúninga, segir Björgvin.