Ólögleg sala á íbúðum?

Sala á 1.700 íbúðum á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli stóðst ekki lög enda voru þær ekki auglýstar til sölu og Ríkiskaup komu ekki að málinu eins og lög og reglur kveða á um. Þetta kom fram í máli Atla Gíslasonar, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær.

Atli sagði skýrt í lögum um opinber innkaup að sala eigna ríkisins ætti að fara í gegnum Ríkiskaup og að auk þess hefðu íbúar allra ríkja EES-svæðisins átt rétt til kaupa á þessum eignum. „Þessi sala hefur átt sér stað í heimildarleysi og fyrir mér blasir að um lögbrot er að ræða,“ sagði Atli og vildi fá að vita hvað byggi þar að baki.

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra vísaði hins vegar í önnur lög sem fjalla um skil á varnarsvæðinu og sagði að samkvæmt þeim væri skýrt að heimilt hefði verið að fela þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar umsýslu fasteigna á svæðinu. „Ég verð því að lýsa undrun minni yfir því að það skuli verið að draga svona skýran texta í efa,“ sagði Árni og bætti við að hlutverk þróunarfélagsins færi ekki á milli mála og að fjárlaganefnd hefði verið gerð grein fyrir starfsemi þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka