Ákveðið hefur verið að flutningaskipið Axel sem skemmdist er það strandaði við Hornafjarðarós í morgun, haldi til hafnar á Fáskrúðsfirði. Var ákvörðun um það tekin á samráðsfundi Landhelgisgæslu Íslands, Umhverfisstofnunar, flokkunarfélags skipsins, skipstjóra þess og útgerð. Eftir komuna til Fáskrúðsfjarðar verður skipið skoðað og mat lagt á skemmdir og sjóhæfi skipsins.
Axel siglir nú, undir eigin vélarafli en í fylgd varðskips og eru skipin væntanleg til Fáskrúðsfjarðar um klukkan 17:00.