Ekki umtalsverður olíuleki

Björgunarsveitarmenn að störfum á Höfn í Hornafirði í morgun.
Björgunarsveitarmenn að störfum á Höfn í Hornafirði í morgun. mbl.is/Sigurður Mar

Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði, segir það alltaf áhyggjuefni þegar fréttir berist af hugsanlegum olíuleka en að samkvæmt  sínum upplýsingum hafi ekki orðið umtalsverður olíuleki er flutningaskipið Axel steytti á skeri við innsiglinguna til Hafnar í Hornafirði um klukkan átta í morgun.<p>

 „Það er ljóst að það hefur orðið einhver leki þarna en hann virðist ekki hafa verið umtalsverður," sagði Hjalti Þór er blaðamaður mbl.is ræddi við hann í morgun. „Það liggur heldur ekki enn ljóst fyrir hversu mikla skemmdir urðu á skipinu en það er verið að kanna þetta allt saman." Þá sagði hann að björgunarmenn á staðnum vera búnir að ná utan um ástandið en fram kemur í fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands og Slysavarnafélaginu Landsbjörgeru að verið sé að koma fyrir olíugirðingu til að hefta hugsanlega olíumengun frá skipinu.

Axel er 2500 tonna frystiskip, byggt árið 1989. Skráður eigandi þess er Dregg ehf en skipið er skráð á eyjunni Mön. Skipstjóri Axels er íslenskur en aðrir í áhöfn eru frá A-Evrópuþjóðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert