Axel norður af Langanesi

Axel í Fáskrúðsfjarðarhöfn í gærkvöldi.
Axel í Fáskrúðsfjarðarhöfn í gærkvöldi. mbl.is/Valdimar Másson

Frystiskipið Axel er nú komið norður fyrir Langanes og er áætlað að það verði komið til hafnar á Akureyri um miðnætti. Varðskip fylgir í humátt á eftir skipinu, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar og stöðugt er dælt sjó úr því. Skipið  laskaðist að framanverðu er það tók niðri á Borgeyjarboða í Hornafjarðarós í gærmorgun.

Áhöfninni tókst að losa skipið af strandstað og var því siglt til Fáskrúðsfjarðar þar sem skemmdir á því  voru kannaðar. Það hélt síðan áleiðis til Akureyrar í gærkvöldi en áhöfn þess hefur síðan tvívegis beðið um aðstoð vegna leka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert