Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Hafbjörg frá Neskaupsstað, var kallað út um klukkan 23:30 vegna frystiskipsins Axels sem strandaði rétt fyrir utan Hornafjörð í morgun en beiðni barst um aðstoð þar sem skipið var farið að taka inn sjó.
Hafbjörgin er komin að skipinu þar sem það er statt rétt utan við Norðfjarðarhorn, með dælur. Harðbotna björgunarbátur var einnig sendur á staðinn. Verið er að kanna lekann, en hann virðist minni en í fyrstu var talið. Í kjölfarið verður svo tekin ákvörðun hvort siglt verður með skipið til Neskaupsstaðar eða haldið áfram til Akureyrar þar sem til stendur að skipið fari í slipp.