Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Sveinbjörn Sveinsson frá Vopnafirði, var kallað út í morgun en beiðni barst um aðstoð við flutningaskipið Axel, sem var farið að taka inn sjó þar sem það dólar utan Vopnafjarðar á leið sinni til Akureyrar.
Einnig er verið að skoða hvort þörf sé á að kalla einnig út björgunarskipið Hafbjörgu frá Norðfirði sem aðstoðaði skipið seint i gærkvöldi í samskonar vandræðum.
Axel strandaði utan Hornafjarðaróss í gærmorgun en losnaði af strandstað fyrir hádegi. Verið er að sigla því til Akureyrar þar sem það verður tekið í slipp.