Leki sem kom að flutningaskipinu Axel virðist mun minni en í fyrstu var talið samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu og metur skipstjóri svo að ekki sé nein hætta á ferðum. Skipinu verður því siglt til Akureyrar líkt og upphaflega stóð til.
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Hafbjörg frá Neskaupsstað, var kallað út um klukkan 23:30 vegna skipsins sem strandaði rétt fyrir utan Hornafjörð í morgun en beiðni barst um aðstoð þar sem skipið var farið að taka inn sjó.
Skipinu var í dag siglt til Fáskrúðsfjarðar en það hélt svo af stað til Akureyrar eftir að kafara skoðuðu það, þar sem til stendur að setja það í slipp.