Sæfari skal nýja ferjan heita

Nýja Grímseyjarferjan á að heita Sæfari.
Nýja Grímseyjarferjan á að heita Sæfari.

Grímseyingar hafa valið nafn á nýju ferjuna. Hreppstjórinn Bjarni Magnússon gekk ásamt sveitarstjórnarmanninum Alfreð Garðarssyni með kosningakassa milli húsa.

Mjótt var á munum milli nafnanna tveggja sem kosið var um. Drangur fékk 16 atkvæði en Sæfari bar sigur úr býtum með 19 atkvæðum. Skip sem gekk til Grímseyjar til margra ára hét einmitt Drangur og eiga margir minningar frá því skipi. Núverandi ferja heitir Sæfari og það nafn mun prýða nýju ferjuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka