Vélstjóri neitaði að hlýða skipunum

Flutningaskipið Axel.
Flutningaskipið Axel.

„Ég verð glaðari við að sjá skipið núna heldur en þegar ég fékk það afhent,“ sagði Ari Axel Jónsson, eigandi Dregg Shipping sem á og gerir út flutningaskipið Axel, í gærkvöldi þegar um þrír klukkutímar voru í að skipið kæmi til hafnar á Akureyri. Ari sagðist afskaplega þakklátur öllum þeim sem komið hefðu að aðgerðum og tók fram að full samvinna hefði verið á milli útgerðar og Landhelgisgæslu Íslands.

Axel steytti á blindskeri rétt fyrir utan Hornarfjörð á þriðjudagsmorgun og gekk ferðin til Akureyrar ekki áfallalaust fyrir sig. Til að mynda var skipt um yfirvélstjóra í kjölfar þess að skipið var flutt til Fáskrúðsfjarðar. „Því er ekki að leyna að þegar skip er í nauðum, þá er það ólíðandi að menn hlýði ekki skilyrðislaust. Það getur skapað hættu,“ sagði Ari og vísar þar til þess að yfirvélstjórinn neitaði skipun um að setja vélar Axels í gang eftir strandið. „Það er eitt sem menn mega ekki gleyma; þetta var mjög harkalegur árekstur og álagið á mannskapinn hefur verið gífurlegt. Það eru einfaldlega ekki allir sem ráða við slíkt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert