200 tonn af fiski skemmd

Flutningaskipið Axel við Oddeyrarbryggju á Ákureyri.
Flutningaskipið Axel við Oddeyrarbryggju á Ákureyri. mbl.is/Skapti

200 tonn af frystri síld reyndust hafa skemmst í lestum flutningaskipsins Axels eftir að það steytti á Borgeyjarboða úti fyrir Hornafjarðarósi á þriðjudagsmorgun.

Alls voru um 1.700 tonn af fiski í skipinu og tókst að bjarga 1.500 tonnum í land á Akureyri þar sem skipið fer í slipp.

Unnið var að því í gær að tæma skipið og þegar sjó var dælt úr lestunum tók olía að þrýstast út og kom í raun ekki á óvart, að sögn Ara Axels Jónssonar, eiganda skipsins. Var fengin aðstoð Slökkviliðsins á Akureyri til að koma olíunni upp með öruggum hætti og gekk almennt vel að tæma skipið að sögn Ara Axels.

„Það eru skemmdir undir lestinni og jafnvel á tanktoppnum líka,“ segir Ari Axel. „Það eina sem skemmdist var neðst í forlestinni, um 200 tonn. En nú þarf að drífa skipið upp í kví um leið og veðurskilyrði leyfa og þar er unnið við skipið allan sólarhringinn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert