Dæmdur í 3½ árs fangelsi fyrir nauðgun

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 34 ára gamlan karlmann, Gunnar Rúnar Gunnarsson, í 3½ árs fangelsi fyrir nauðgun, skjalafals og fleiri brot en maðurinn var m.a. fundinn sekur um að hafa í febrúar í fyrra haft samræði við konu á heimili hennar og það notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum veikinda. 

Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 800 þúsund krónur í bætur. Hann og konan þekktust. Maðurinn viðurkenndi fyrst að hafa haft samræði við konuna án hennar vilja í umrætt skipti en dró þá játningu til baka og sagði lögreglu hafa hótað sér gæsluvarðhaldi ef hann ekki játaði. Dómurinn taldi þá skýringu mannsins hins vegar fjarstæðukennda enda fundist sæðisfrumur í konunni, sem raktar voru til mannsins með DNA rannsókn.

Fram kemur í dómnum, að maðurinn hefur margoft hlotið refsidóma, aðallega fyrir fjársvik og skjalafals, og rauf skilyrði reynslulausnar með brotinu nú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert