Ekki hefur tekist að losa Súluna EA-300 af strandstað í innsiglinunni í Grindavík. Björgunarskipið Oddur V. Gíslason kom taug um borð í skipið og reyndi að toga það á flot en taugin slitnaði. Síðar tókst að toga skipið aðeins til en það skoraðist síðan og pollinn á björgunarskipinu rifnaði af.
Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu gefa fyrstu fréttir til kynna, að bilun hafi komið upp í stýrisbúnaði Súlunnar. Ekki hefur orðið vart leka um borð í skipinu.
Snjókoma er í Grindavík og dimmt yfir.