Sérfræðingar meta skemmdir

Sérfræðingar frá Siglingastofnun og Lloyds Register fara nú yfir ljósmyndir …
Sérfræðingar frá Siglingastofnun og Lloyds Register fara nú yfir ljósmyndir af botni Súlunnar. mbl.is/Brynjar Gauti

Tæknilegir sérfræðingar Siglingastofnunar ásamt ráðgjafa útgerðarinnar sem rekur síldarskipið Súluna eru nú að fara yfir þær ljósmyndir sem kafari tók af skemmdum á botni skipsins.

Karl Jóhann Birgisson rekstrarstjóri útgerðarsviðs Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að beðið væri eftir því að sérfræðingarnir legðu mat á skemmdirnar.

„Ég veit það ekki, ég hef ekkert staðfest um það, ég hef heyrt að það sé gat hér og gat þar en ég hef líka heyrt að skipið leki ekki þannig að ég get ekki staðfest neitt um þetta,” sagði Karl Jóhann.

Súlan er full af síld.
Súlan er full af síld. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert