Súlan er haffær

Súlan er full af síld og á leið austur.
Súlan er full af síld og á leið austur. mbl.is/Brynjar Gauti

„Já, já við erum bara að fara rétt strax," sagði háseti um borð í Súlunni í samtali við fréttavef Morgunblaðsins. Hann sagði að skipið hefði verið lýst haffært af sérfræðingum og að nú stæði fyrir höndum sólarhrings sigling austur í heimahöfnina á Neskaupsstað en síðan myndi skipið fara í slipp á Akureyri.

Hann sagði að um borð væru um 950 tonn af síld. „Við siglum bara á okkar venjulega 10 mílna hraða," sagði hann að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert