Þróunarfélagið segir rannsókn Ríkisendurskoðunar mikilvæga

Fyrrum varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli.
Fyrrum varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli.

Stjórn Þró­un­ar­fé­lags Kefla­vík­ur­flug­vall­ar seg­ir mik­il­vægt, að Rík­is­end­ur­skoðun hafi tekið þá ákvörðun að ráðast í út­tekt á starf­semi fé­lags­ins, eins og stjórn­in hafi óskað eft­ir fyrr á þessu ári. Seg­ist stjórn­in vera þess full­viss, að rann­sókn­in leiði í ljós að farið hafi verið í einu og öllu að lög­um.

Yf­ir­lýs­ing­in er eft­ir­far­andi:

„Stjórn Þró­un­ar­fé­lags Kefla­vík­ur­flug­vall­ar tel­ur mik­il­væga þá ákvörðun Rík­is­end­ur­skoðunar að ráðast í út­tekt á starf­semi fé­lags­ins, eins og stjórn Þró­un­ar­fé­lags­ins óskaði eft­ir fyrr á þessu ári. Stjórn Þró­un­ar­fé­lags Kefla­vík­ur­flug­vall­ar er þess full­viss að út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar leiði í ljós að við sölu fast­eigna á Kefla­vík­ur­flug­velli hafi í öllu verið farið eft­ir lög­um um Þró­un­ar­fé­lag Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Enn­frem­ur að unnið hafi verið sam­kvæmt þeim skil­yrðum og fyr­ir­mæl­um sem fé­lag­inu voru sett.

Til­gang­ur­inn með stofn­un Þró­un­ar­fé­lags­ins var meðal ann­ars að koma fast­eign­um í eigu rík­is­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli sem fyrst í arðbær borg­ara­leg not með það að mark­miði að já­kvæð sam­fé­lags­leg áhrif verði sem mest og nei­kvæðum áhrif­um á nærsam­fé­lagið verði haldið í lág­marki.

Í þjón­ustu­samn­ingi Þró­un­ar­fé­lags­ins við ríkið er kveðið á um mark­mið, umboð og heim­ild­ir Þró­un­ar­fé­lags­ins. Frá stofn­un fé­lags­ins, 24. októ­ber 2006, hef­ur fé­lagið starfað fag­lega sam­kvæmt þjón­ustu­samn­ingn­um.

Þró­un­ar­fé­lagið hef­ur frá upp­hafi kallað eft­ir áhuga­söm­um aðilum með hug­mynd­ir um nýt­ingu eigna á svæðinu, meðal ann­ars með áber­andi aug­lýs­ing­um með vís­un í upp­lýs­andi vef fé­lags­ins, þar sem all­ar óseld­ar eign­ir rík­is­ins á svæðinu eru kynnt­ar og sölu­skil­mál­ar tí­undaðir.

Stjórn Þró­un­ar­fé­lags Kefla­vík­ur­flug­vall­ar,

Magnús Gunn­ars­son,

Árni Sig­fús­son,

Stefán Þór­ar­ins­son.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert