Hreindýrahjörð þessi er að kroppa í svörðinn við gömlu heykögglaverksmiðjuna í Flatey á Mýrum. Ef myndin er nægilega skýr sést að einn tarfurinn er með krónu af öðru hreindýri fasta í sínum eigin hornum ásamt margra metra dræsu af rafmagnsgirðingarvír.
Að sögn ljósmyndarans getur dýrið krafsað og náð til jarðar en hann telur öruggt að þessi aukabyrði hái því nokkuð mikið.