Virði eigna á Keflavíkurflugvelli hefur tvöfaldast

Söluvirði fasteigna í eigu ríkisins á Keflavíkurflugvelli er talið geta orðið um 20 milljarðar króna. Fyrir ári var verðmæti þessara eigna metið um 11 milljarðar. Þegar er búið að selja eignir fyrir 15,8 milljarða og stefnir því í að eignir seljist fyrir nær tvöfalt matsverð þeirra í fyrra að því er kom fram á kynningarfundi Þróunarfélagsins á Keflavíkurflugvelli í gær.

Árangur af starfi Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar er mun meiri og arðbærari en áætlanir gerðu ráð fyrir við stofnun félagsins 24. október í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka