Ekki vænisjúk húsmóðir

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl.
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl.

„Margir virðast halda að þetta snúist um einhverja vænisjúka húsmóður sem er ósátt við að hafa verið vísað frá Bandaríkjunum. Það er bara ekkert málið. Ég mótmælti aldrei því að mér yrði vísað úr landinu, það er bara það sem tók við þangað til ég var sett um borð í flugvélina heim sem ég er ósátt við,“ segir Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl sem á sunnudag lenti í miklum hremmingum er hún flaug til New York.

Erla var kyrrsett á JFK-flugvelli, síðan færð í fangelsi þar sem hún var sett í læknisskoðun, spurð niðurlægjandi spurninga og svo sett í klefa. Á sama tíma var aðstandendum hennar talin trú um að hún væri enn á JFK-flugvelli. Erla fékk hvorki vott né þurrt fyrstu 14 klukkustundirnar af 24 sem hún var í haldi yfirvalda og var ekki gert kleift að hringja.

Vandræði Erlu má rekja til þess að árið 1995 dvaldi hún 3 vikum lengur í Bandaríkjunum en ferðamannaáritun hennar leyfði. Erla sagði hins vegar í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún hefði komið til Bandaríkjanna síðan þá – hún dvaldi þar um nokkurt skeið í kringum áramótin 1995-1996 – og hún hefði þar fyrir utan ekki gert sér grein fyrir því að um svo alvarlegt brot hefði verið að ræða; en ef marka má tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu í Reykjavík hefði Erla þurft að sækja um sérstaka vegabréfsáritun vegna þessarar forsögu áður en hún flaug vestur nú. „Að sjálfsögðu hefði ég gripið til viðeigandi ráðstafana ef ég hefði áttað mig á þessu,“ sagði Erla um yfirlýsingu sendiráðsins.

„Ef þessi lýsing er rétt þá var framkoma okkar gagnvart fröken Arnardóttur sannarlega fyrir neðan allar hellur og bandarísk stjórnvöld ættu að biðja hana afsökunar tafarlaust,“ segir Eugene R. Fidell, sem kennir m.a. við lagadeild Yale-háskóla og hefur komið að málarekstri er tengist fangabúðunum í Guantanamo.

Í hnotskurn
» Erla Ósk segist hafa drukkið eitt hvítvínsglas í flugvél Icelandair á leiðinni til New York. Ekki sé um það að ræða að hún hafi verið drukkin við komuna þangað.
» Talskona landamæraeftirlits (U.S. Customs and Border Protection), Janet Rapaport, kvaðst ekki geta tjáð sig um einstök mál.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert