Símaatið sem Vífill Atlason, 16 ára Skagamaður og prakkari gerði í Hvíta húsinu í byrjun mánaðarins var tekið fyrir á blaðamannafundi í Washington á mánudaginn. Reutersfréttastofan skýrir frá því að talsmaður Hvíta hússins hafi sagt þar að Vífill hafi hringt í venjulegt símanúmer sem öllum er frjálst að nota.
Dana Perino, talsmaður Hvíta Hússins, sagði að hver sem er gæti án vandræða hringt í þetta númer.
Reuters hefur eftir Jóni Bjartmarz yfirlögregluþjóni að íslenska lögreglan hafi ekki haft samskipti við bandarísku lögregluna vegna málsins og að hann hafi jafnframt neitað að gefa upp hvernig íslenska lögreglan frétti af símaatinu.