Stöðugleiki eða verðbólgueldur

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í ræðustóli á Alþingi
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í ræðustóli á Alþingi mbl.is/Ómar

Mjög misjöfn sýn stjórnar og stjórnarandstöðu kom fram á fjárlög næsta árs þegar fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2008 voru afgreidd á Alþingi í dag með rúmlega 39 milljarða króna afgangi. Frumvarpið var samþykkt með 37 atkvæðum gegn 17 en 9 þingmenn voru fjarstaddir.

Lokaatkvæðagreiðslan um frumvarpið tók nærri þrjá klukkutíma. Í upphafi hennar sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, að tekjuafgangurinn og um það bil 82 milljarða króna afgangur á fjáraukalögum fyrir þetta ár sýndi fram á að ríkisstjórnin væri að leggja sitt að mörkum í erfiðri baráttu fyrir efnahagsstöðugleika hér á landi.

En Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að verið væri að auka útgjöld ríkisins um 20% milli ára og með því væri ríkisstjórnin að blása í verðbólgueldinn. Sagði Guðni að frumvarpið yki til muna líkur á harðri lendingu hagkerfisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert