Herjólfur siglir ekki í dag

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur siglir hvorki fyrri né seinni ferð til og frá Vestmannaeyjum í dag vegna veðurs. Þá hefur öllum áætlunarferðum á vegum TREX frá Reykjavík verið frestað. Einnig hefur félagið frestað öllum ferðum frá Snæfellsnesi sem áttu að fara til Reykjavíkur og brottför áætlunarbíls frá Akureyri til Reykjavíkur hefur einnig verið frestað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka