Haft samband við heimavarnaráðuneytið

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl.
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl. mbl.is

Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefur verið í sambandi við bandaríska heimavarnaráðuneytið (Home and Security) bæði í Washington og New York og er enn að skoða mál Erlu Óskar Arnardóttur Lilliendahl, að sögn talsmanns sendiráðsins í gær.

Blaðamaður spurði sendiráðið hvort einstaklingur sem hefði dvalið lengur í Bandaríkjunum en vegabréfsáritun hans heimilaði og sækti síðan um nýja áritun við endurkomu til Bandaríkjanna ætti á hættu að vera tekinn til hliðar líkt og Erla Ósk fékk að reyna.

Talsmaður sendiráðsins sagði afstöðu sendiráðsins vera þá að það væri til lítils gagns að ræða ímynduð dæmi. Hvert mál sem snerti vegabréfsáritanir fólks sé einstakt. Sendiráðið sagði að hefði einhver spurningar sem vörðuðu vegabréfsáritun til Bandaríkjanna væri best fyrir viðkomandi að hafa samband við ræðismannsskrifstofu sendiráðsins og ræða mál sitt við hana. Þá væri hægt að fara yfir öll smáatriði málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert