Mál Erlu Óskar rætt á netinu

mbl.is/Júlíus

Miklar umræður hafa farið fram um mál Erlu Óskar Arnardóttur Lillendahl á hinum ýmsu síðum á netinu að undanförnu.

Fjöldi athugasemda hefur til dæmis verið settur inn um málið á spjallrás reddit.com á síðustu klukkustundum. Mikið fer þar fyrir gagnrýni bæði Bandaríkjamanna og annarra á bandarískt samfélag og meinta alræðistilburði  þarlendra yfirvalda. Þá er vísað sérstaklega til viðhorfs og framkomu fólks í New York. 

Einnig er bent á að Erla hafi brotið lög og því haldið fram að það sé hvorki hennar né annarra óbreyttra borgara að dæma hvort brot hennar teljist léttvægt eða ekki. Þá er spurt hvort það skipti máli að um „efnaða, ljóshærða stúlku" hafi verið að ræða eins og sums staðar hafi verið sérstaklega tekið fram í umfjöllun um málið.  

mybuttwasprobed

„Ég get ekki betur séð en að komið hafi verið fram við hana eins og manneskju sem hefur brotið lög. Ég velti því fyrir mér hvernig fangelsin eru á Íslandi úr því hún átti von á einhverju betra." (timtastic)

 „Ég er sannfærður um að það var gengið um með hana í hlekkjum í ákveðnum tilgangi. Það átti að minna fólk á alla þessa hræðilegu hryðjuverkamenn sem bíða þess að drepa okkur. Það átti að sýna Bush-æskunni hversu vel er staðið að því að vernda almenning og halda Bandaríkjunum hreinum." (judgej2)

Erla greindi upphaflega frá því á bloggsíðu sinni að hún teldi sig hafa verið beitta harðræði við komuna til New York nýverið. Í kjölfar athugasemda íslenskra stjórnvalda hefur bandaríska heimavarnarráðuneytið lýst því yfir að það harmi það hvernig staðið var að máli hennar og að starfsreglur verði endurskoðar varðandi það hvernig er tekið á móti erlendum ferðamönnum í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka