Skilorðsbundið fangelsi fyrir að nýta sér kerfisvillu banka

Fjórir Akureyringar, þrír karlmenn og ein kona, voru dæmd í skilorðsbundið fangelsi í dag fyrir að nýta sér með ólöglegum hætti kerfisvillu í gjaldeyrisviðskiptakerfi Glitnis, sem var til komin venga forritunarmistaka bankastarfsmanna. Sá sem þyngstan dóm hlaut fékk 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi, annar var dæmdur í 3 mánaða fangelsi, sá þriðji 2 mánaða fangelsi og konan var dæmd í eins mánaðar fangelsi.

Fólkið notaði netbanka til að kaupa dollara fyrir evrur og seldi síðan strax aftur fyrir evrur. Kerfisvillan gerði það að verkum að mennirnir fengu í sinn hlut álagsgreiðslur, sem áttu að renna til bankans.   Fjórmenningarnir högnuðust um alls 30 milljónir króna, frá tveimur og hálfri til 24 milljóna króna hver. Þeir endurgreiddubankanum allt féð og lýstu yfir sakleysi fyrir dómi. 

Þorsteinn Hjaltason, lögmaður, sem er einn sakborninganna, sagði við blaðamenn eftir að dómurinn var kveðinn upp í dag, að þetta mál væri bull og vitleysa frá upphafi til enda  og dómurinn væri í samræmi við það. Sagði hann að dónaskapur bankans hefði verið ótrúlegur en málið hefði allt til orðið vegna klúðurs bankans.

„Þeim hefur tekist að kvelja okkur í nærri eitt og hálft ár og ég óska þeim innilega til hamingju með það. Þávekur athygli það ægivald, sem bankinn hefur yfir lögreglunni. Fulltrúi lögreglustjóra mætti við 10. mann til að handtaka okkur með ekkert í höndunum utan eitt exelskjal, sem ekki var einu sinni prentað út heldur var á tölvuskjá," sagði Þorsteinn.

Hann sagði að þeir myndu taka sér tíma til að ákveða hvort málinu verður áfrýjað. „Maður verður að reyna að halda í jólaskapið," sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert