Fyrirtaka í máli Alcan gegn olíufélögunum

Olíufélögin
Olíufélögin mbl.is/Júlíus

Skaðabótamál Alcan á Íslandi gegn olíufélögunum þremur, Skeljungi, Olíuverslun Íslands og Keri, verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 10:25.

Í fréttum frá því í janúar 2005 var haft eftir þáverandi upplýsingafulltrúa Alcan, Hrannari Péturssyni, og lögmönnum Alcan að félagið teldi að olíufélögin séu ótvírætt skaðabótaskyld vegna ólögmæts samráðs um verð á eldsneyti til álversins í Straumsvík. Taldi upplýsingafulltrúi Alcan á þeim tíma að tjónið sem fyrirtækið hafi orðið fyrir kunni að nema tugum miljóna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert