Séra Jakob Á. Hjálmarsson, fyrrverandi dómkirkjuprestur, heldur á næstu dögum til Kenía þar sem hann mun starfa sem sjálfboðaliði við fræðslusetur lútersku kirkjunnar.
„Á því svæði þar sem íslenskir kristniboðar hafa starfað í Pókot-héraði í Kenía er mikil þörf fyrir aukna menntun. Ég ætla að kenna predikurum, sem er mikil þörf fyrir í hinni ört vaxandi kirkju, en hana skortir sárlega presta,“ segir séra Jakob. Kirkjan telur nú tugþúsundir manna, en þó eru aðeins fimm lærðir prestar við hana. Starfið byggist að miklu leyti upp á framlagi fyrrnefndra predikara, sem hann segir fólk á öllum aldri af báðum kynjum.
Vefur Jakobs