Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum frá ferðalögum til Kenýa vegna mótmæla og átaka í kjölfar forsetakosninga í landinu þann 27. desember síðastliðinn.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu er þeim bent á sem nú eru í landinu eða nákomnir ættingjar þeirra geta haft samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins á skrifstofutíma eða neyðarþjónustu utanríkisráðuneytisins eftir lokun í síma 545 9900.
Utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Pretoríu munu áfram fylgjast grannt með framvindu mála.