Starfsmenn alþjóðastofnana í Kenýa hafa fengið fyrirmæli um að halda sig innandyra í dag vegna ótryggs ástands. Ómar Valdimarsson, sendifulltrúi Rauða krossins í Kenýa, segir við sjónvarp mbl að sérkennileg þögn og spenna ríki í höfuðborginni. Hann hafi þó heyrt í vélbyssum og séð mikinn reyk stíga upp í einu af hverfum borgarinnar.
Mótmælagöngu, sem skipulögð var af stjórnarandstæðingum í Kenýa og átti að fara fram í Nairobi í dag hefur verið frestað. Fjöldi fólks var þó þegar mætt á staðinn og segir Ómar, að lögregla hafi beitt táragasi og vatnsbyssum til að dreifa mannfjöldanum.
Fleiri fréttir í sjónvarpi mbl:
Fannst látinn eftir mikla leit
Friðargæsla á Sri Lanka í uppnámi?
Menntamálaráðherra: Heimili þurfa að koma að lestarkennslu með menntakerfinu
Stórkostlegir ísskúlptúrar