Slippurinn Akureyri bauð lægst

Nýja Grímseyjarferjan við bryggju í Hafnarfirði.
Nýja Grímseyjarferjan við bryggju í Hafnarfirði.

 Opnuð voru tilboð í lokaendurbætur Grímseyjarferjunnar Sæfara í húsakynnum Vegagerðarinnar í morgun. Um var að ræða óformlegt lokað útboð eða verðkönnun.

Fjórar stöðvar hér á landi sem geta tekið ferjuna í slipp áttu kost á að gera tilboð og barst tilboð frá þeim öllum. Lægsta tilboðið átti Slippurinn Akureyri en aðrir buðu hærra.

Slippurinn Akureyri 12,966,300,- kr.

Skipasmíðastöð Njarðvíkur 22,404,000,- kr.

 Vélsmiðja Orms og Víglundar 22,881,610,- kr.

 Stálsmiðjan 26,995,100,- kr.

Í tilkynningu kemur fram að gengið verður til viðræðna við Slippinn Akureyri um framkvæmd verksins en í því felast nokkrir verkþættir svo sem að smíða dyr á stjórnborðssíðu sem verður aðalinngangur í ferjuna sem gerir hreyfihömluðu auðveldara um vik. Samskonar dyr verða settar á bakborðshliðina og verður neyðarútgangur. Þá verður skipt út um 22 fermetrum af stáli á byrðingi skipsins sem auðveldar og bætir klössun skipsins. Komið verður fyrir kælingu í efri flutningalestinni vegna fiskflutninga, og salernum verður breytt þannig að þau nýtist hreyfihömluðum á betri hátt en ella, auk nokkurra fleiri smærri verka.

Gert er ráð fyrir að vinna við skipið geti hafist á Akureyri 15. janúar og áætlaður verktími er þrjár vikur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka