„Ástandið um borð hræðilegt“

Lilja Björk Eysteinsdóttir hjálpar Kristjönu dóttur sinni í lánsflíkur á …
Lilja Björk Eysteinsdóttir hjálpar Kristjönu dóttur sinni í lánsflíkur á Hótel Héraði í gær, enda hafði sú stutta gubbað yfir sig alla við lætin í flugvélinni. mbl.is/Steinunn

„Ástandið um borð var hræðilegt, allir öskrandi og litla stúlkan mín, tveggja ára, ældi yfir sig alla,“ segir Lilja Björk Eysteinsdóttir, sem var ásamt fjölskyldu sinni um borð í Icelandair-þotunni sem tvívegis reyndi að lenda í Keflavík í fyrrakvöld án árangurs vegna mikilla sviptivinda.

Farþegar urðu flestir mjög hræddir enda lætin í veðrinu mikil og tala um að flugmenn hefðu mátt verja örfáum sekúndum í að segja þeim að vélin væri ekki að nauðlenda, heldur væri í lagi með hana. Þær upplýsingar hafi ekki komið fyrr en vélinni var snúið til Egilsstaða.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að farþegar hafi aldrei verið í hættu en þegar ekki hafi verið hægt að lenda hafi verið ákveðið að snúa vélinni til Egilsstaða og biðja þar um læknisaðstoð og áfallahjálparteymi.

Þorkell Ágústsson, forstöðumaður rannsóknarnefndar flugslysa, segir að fyrirliggjandi upplýsingar gefi ekki tilefni til rannsóknar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert