Brunavettvangur rannsakaður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú vettvang eldsvoðans í íbúð við Tungusel þar sem karlmaður á fimmtugsaldri lét lífið í morgun. Konu og tveimur börnum var bjargað úr íbúðinni og eru þau á sjúkrahúsi vegna gruns um reykeitrun. Þremur var bjargað með körfubíl úr íbúð fyrir ofan.

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, segir við sjónvarp mbl að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn en eldsupptök séu til rannsóknar.

Aðrar helstu fréttir í sjónvarpi mbl:

Viðskiptaráðherra vill bæta stöðu neytenda gagnvart fjármálastofnunum

Obama á mikilli siglingu

Tugir milljóna til bágstaddra í Eþíópíu

Hrollkalt trúarsund í Tyrklandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka