Ekki lífshættuleg reykeitrun

Frá slysstað í morgun.
Frá slysstað í morgun. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Eftir brunann í fjölbýlishúsi í Tunguseli í Breiðholti í morgun voru tvö börn og kona sem voru í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp flutt á slysadeild vegna gruns um reykeitrun en samtals voru sex íbúar fluttir á slysadeild til athugunar. Af þeim er einungis ein kona um þrítugt enn á slysadeild.

Steinunn Jónsdóttir læknir sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að konan yrði væntanlega útskrifuð í dag og að ekkert þeirra hefði verið með lífshættulega reykeitrun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert