Eldur logar í fjölbýlishúsi

mbl.is/Friðrik

Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út að Tunguseli í Breiðholti vegna elds í fjölbýlishúsi. Að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning kl. 5:47. Slökkviliðið er með mikinn viðbúnað og er búið að rýma húsið. Ekki er vitað að svo stöddu hvort einhver eða einhverjir séu í hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka